Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Mannlíf

  • Einstakir tónleikar Hljómlistar án landamæra
    Svanfríður Lind syngur hér með Páli Óskari.
  • Einstakir tónleikar Hljómlistar án landamæra
    Gunni og Felix héldu uppi fjörinu.
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 15:00

Einstakir tónleikar Hljómlistar án landamæra

„Hljómlist án landamæra“ eru einstakir tónleikar sem fóru fram í Hljómahöll á dögunum en þetta var í fjórða sinn sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í ár voru Páll Óskar, Salka Sól og Ingó veðurguð meðal listamanna sem komu fram. Þá sáu Gunni og Felix um kynningar og aðra skemmtun en þeir eru annálaðir fyrir Eurovision-syrpur sínar.

Listahátíðin „List án landamæra“ hefur notið verðskuldaðrar athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum koma fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir í Hljómahöll.


Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs