Lögreglan Skoteldar
Lögreglan Skoteldar

Mannlíf

Ein með öllu og Mountain Dew
Magnús Orri Arnarson.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 10:00

Ein með öllu og Mountain Dew

Magnús Orri Arnarson er í björgunarsveit, vinnur með fötluðu fólki og elskar að vera hann sjálfur.

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég er að pæla að skella mér til Akureyrar með fjöllunni á Eina með öllu. Við gistum alltaf í Brekkuskóla á Akureyri. Það er eintóm veisla þar.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin er þegar ég fékk að sjá hvernig flugeldarnir eru tengdir á Akureyri. Ég er mikill áhugamaður um flugelda enda í björgunarsveit og á framtíðina fyrir mér sem skotstjóri þar.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Góðan úti klæðnað, góðan vinskap og ískalt Mountain Dew. Svo má ekki ekki gleyma að taka símann með, það er númer eitt.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs