Mannlíf

Bessi í hvolpasveitinni mætti í Covid sýnatökur hjá leikskólabörnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 31. desember 2020 kl. 07:38

Bessi í hvolpasveitinni mætti í Covid sýnatökur hjá leikskólabörnum

Það hafa komið annasamir dagar hjá Covid starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í desember þar sem veiran lét finna fyrir sér á fjölmennum stöðum eins og leik- og grunnskólum. 

Andrea Klara Hauksdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslusviði HSS segir að stundum hafi verið erfitt í sýnatökum þegar stórir hópar leikskólabarna mættu með foreldrum sínum. Stundum þarf að bregða á önnur ráð og ein skemmtileg hugmynd kviknaði þegar taka átti tvo stóra hópa grunnskólabarna frá leikskólanum Gefnarborg í Garði á aðfangadag og 2. í jólum í sýnatöku. Einn hjúkrunarfræðinganna mætti í búningi Bessa í hvolpasveitinni vinsælu sem krakkarnir þekkja. „Þetta vakti mikla lukku hjá börnunum og sum vildu fara aftur í sýnatöku þegar þau voru komin út í bíl, þetta var svo spennandi,“ sagði Andrea Klara sem sendi okkur myndir frá þessu skemmtilega uppátæki þeirra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024