Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Íþróttir

Njarðvíkingar í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn
Nico Richotti var með 28 stig, þar af nítján í seinni hálfeik, þegar Njarðvík vann sigur á KR í Subway-deild karla. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 17. mars 2023 kl. 09:00

Njarðvíkingar í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn

Mikilvægur leikur hjá Grindavík í kvöld

Njarðvík og Keflavík unnu bæði sína leiki í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik. Njarðvík lagði botnlið KR og Keflavík vann Hött á Egilsstöðum.

Njarðvík og Valur berjast um deildarmeistaratitilinn og eru jöfn að stigum þegar tvær umferðir eru eftir. Liðin mætast í næstu umferð og sá leikur gæti ráðið úrslitum deildarkeppninnar.

Keflavík vann loks sigur eftir mikil vandræði í síðustu leikjum. Mikilvæg stig fyrir Keflvíkinga sem eru í þriðja sæti, jafnir Haukum að stigum.

Grindvíkingar mæta Blikum í kvöld en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en með sigri eru Grindvíkingar nánast búnir að tryggja sig.

KR - Njarðvík 101:120

(24:29, 29:20, 24:35, 24:36)

Leikur Njarðvíkur og KR var jafn framan af og KR-ingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik (53:49). Njarðvíkingar tóku stjórnina í seinni hálfleik og lönduðu nítján stiga sigri að lokum (101:120).

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 28, Nicolas Richotti 28/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 20/7 fráköst, Lisandro Rasio 18/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 8, Logi Gunnarsson 8, Jose Ignacio Martin Monzon 7/5 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Jan Baginski 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Haukur Helgi Pálsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.

Halldór Garðar Hermannsson var með nítján stig þegar Keflavík lagði Hött.

Höttur - Keflavík 84:89

(26:31, 21:20, 17:21, 20:17)

Halldór Garðar Hermannsson átti fínan leik í gær þegar hann leiddi Keflavík til sigurs. Keflvíkingar hafa verið höfuðlaus her upp á síðkast á meðan Hörður Axel Vilhjálmsson hefur verið fjarverandi vegna meiðsla. Halldór steig upp og gerði það sem gera þurfti.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 19, Eric Ayala 15/4 fráköst, David Okeke 13/4 fráköst, Igor Maric 13/5 fráköst, Dominykas Milka 12/12 fráköst, Valur Orri Valsson 6/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 6, Magnús Pétursson 5, Ólafur Ingi Styrmisson 0, Nikola Orelj 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.