Íþróttir

Keflvíkingar ekki í vandræðum með Stjörnuna
David Okeke skoraði 24 stig og tók14 fráköst.
Laugardagur 21. janúar 2023 kl. 13:24

Keflvíkingar ekki í vandræðum með Stjörnuna

Keflvíkingar gjörsigruðu Stjörnuna með 28 stiga mun í leik liðanna í Subway deild karla í körfubolta í Blue höllinni í gærkvöld. Lokatölur urðu 115-87. Liðin áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar nýlega þar sem Garðbæingar sigruðu. 

Keflvíkingar höfðu betur í öllum fjórum fjórðungum leiksins og var sigur liðsins aldrei í hættu og er óhætt að segja að það hafi verið annar bragur á leik liðsins en í undanúrslitum bikarsins.

Áttatíu og sex áhorfendur greiddu sinn inn á leikinn.

Keflavík-Stjarnan 115-87 (26-22, 30-13, 32-28, 27-24).

Keflavík: Eric Ayala 27, David Okeke 24/14 fráköst, Dominykas Milka 14/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/6 fráköst, Igor Maric 10, Horður Axel Vilhjalmsson 10/13 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 7, Magnús Pétursson 6, Arnór Sveinsson 3, Valur Orri Valsson 3, Nikola Orelj 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.

Stjarnan: Niels Gustav William Gutenius 15/8 fráköst, Adama Kasper Darbo 14/7 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Friðrik Anton Jónsson 11/9 fráköst, Viktor Jónas Lúðvíksson 10, Ásmundur Múli Ármannsson 9, Sigurður Rúnar Sigurðsson 5, Hlynur Elías Bæringsson 4/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Kristján Fannar Ingólfsson 2.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson

Áhorfendur: 86