Kalka
Kalka

Íþróttir

Fyrsta tap Keflvíkinga í Bestu deild kvenna
Það mæddi mikið á vörn Keflavíkur í gær. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 10. maí 2022 kl. 09:46

Fyrsta tap Keflvíkinga í Bestu deild kvenna

Keflavík mætti Íslandsmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Íslandsmeistararnir þrjú mörk í þeim seinni og fóru með 3:0 sigur af hólmi.

Þetta er fyrsta tap Keflavíkur í deildinni sem var fyrir leikinn gegn Val með fullt hús stiga eftir sigur á KR og Breiðabliki. Valskonur töpuðu óvænt í annarri umferð og mættu ákveðnar til leiks. Þær höfðu tögl og hagldir í leiknum en Keflavík varðist vel. Valur sótti stífar í seinni hálfleik og eftir að hafa komist yfir á 57. mínútu skoruðu Valskonur tvívegis á stuttum kafla (62' og 70').

Næsti leikur Keflavíkur verður gegn Aftureldingu sem er án stiga eftir þrjár umferðir. Leikið verður á HS Orkuvellinum á föstudag.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk