Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja

Íþróttir

Besta deild kvenna farin aftur af stað
Blikar sóttu hart að Keflavík í gær. Mynd úr fyrri leik liðanna sem lauk mað sigri Keflvíkinga
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 6. ágúst 2022 kl. 11:17

Besta deild kvenna farin aftur af stað

Eftir langt hlé vegna Evrópumóts kvenna í knattspyrnu er boltinn byrjaður aftur að rúlla í Bestu deild kvenna og Keflavík mætti Blikum í gær. Keflavík hafði betur í fyrri viðureign liðanna en Blikar náðu fram hefndum og unnu 3:0. Þá mættust karlalið Fylkis og Grindavíkur í Lengjudeild karla þar sem Grindvíkingar komust í 2:1 forystu en Fylkismenn skoruðu þá fjögur mörk og unnu því 5:2. Þá urðu heldur betur óvænt úrslit í Sandgerði þegar botnlið Reynis tók á móti toppliði Njarðvíkur í 2. deildl karla. Reynismenn höfðu betur með marki í blálokin og því hafa Njarðvíkingar nú tapað tveimur leikjum í röð.

Breiðablik - Keflavík 3:0

Leikurinn var einstefna að marki Keflavíkur frá upphafi en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótatíma fyrri háfleiks (45'+1). Keflvíkingar höfðu varist vel en Blikar sanngjarnt komnar yfir.

Blikar tvöfölduðu forystuna á 54. mínútu og þær innsigluðu sigur sinn skömmu síðar (61').

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Eftir ágætis byrjun á mótinu hefur Keflavík nú tapað fimm af síðustu sex leikjum, þær eru í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna, jafnar Þór/KA að stigum.


Fylkir - Grindavík 5:2

Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að lenda undir snemma í leiknum (5'). Kairo Asa Jacob Edwards-John jafnaði leikinn á 13. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson kom Grindavík í yfir með marki úr vítaspyrnu (24') og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Seinni hálfleik vilja Grindvíkingar sennilega gleyma sem fyrst en þá snerist dæmið algerlega við og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Fylkismenn jöfnuðu metin í 2:2 á 52. mínútu og áður en yfir lauk höfðu þeir bætt við þremur mörkum til viðbótar (64', 66' og 88').

Grindvíkingar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og eru komnir í níunda sæti Lengjudeildarinnar með jafn mörg stig og Þór í því tíunda.

Aron Dagur Birnuson hafði í nægu að snúast í marki Grindvíkinga í gær. Mynd úr fyrri viðureign Grindavíkur og Fylkis sem Grindavík vann 1:0

Reynir - Njarðvík 1:0

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á Blue-velllinum í Sandgerði þegar heimamenn tóku á móti efsta liði 2. deildar. Eftir mjög slæma byrjun hafa Reynismenn heldur betur rétt úr kútnum, gert þrjú jafntefli og einn sigur í síðustu fjórum leikjum.

Sigurmark Reynismanna gerði Akil Rondel Dexter De Freitas í uppbótatíma (90'+2) og mikilvægur sigur í höfn en haldi Reynir áfram á þessari stefnu er líklegt að liðið haldi sæti sínu í deildinni.

Njarðvíkingar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð, þeim fyrstu í sumar, en Njarðvík er samt sem áður efst með átta stiga forskot á næstu lið.

Sæþór Ívan Viðarsson skorar í leik Reynis og Víkings Ólafsvík fyrr í sumar en bæði þessi lið hafa lagt Njarðvík í síðustu tveimur umferðum.