Völundarhús
Völundarhús

Aðsent

Einhuga um að dvelja ekki við það sem liðið er
Mánudagur 11. október 2021 kl. 13:54

Einhuga um að dvelja ekki við það sem liðið er

Ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis

Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem upp er komin í kjördæminu. Stjórnin er einhuga um að dvelja ekki við það sem liðið er, heldur horfa til framtíðar. Miðflokkurinn býr yfir dýrmætum mannauði, öflugu og einhuga fólki sem hefur verið og er tilbúið að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi stefnu og málefnum flokksins.

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis