Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Aðsent

Dragnótabátarnir hafa fiskað mjög vel
Sunnudagur 5. maí 2019 kl. 05:00

Dragnótabátarnir hafa fiskað mjög vel

Núna má segja að útgerð hérna á Suðurnesjunum sé komin í fullan gang aftur eftir gott stopp um pásknna. Þó hafa nokkrir línubátanna farið í burtu en nokkur fjöldi af bátum er þó ennþá eftir hérna fyrir sunnan. Allir stóru línubátarnir hafa verið að landa í heimahöfn sinni Grindavík.

Sighvatur GK er kominn með 398 tonn í 4 róðrum og mest 135 tonn. Páll Jónsson GK er kominn með 364 tonn í 5 róðrum og mest 109 tonn.  Fjölnir GK 339 tonn í 4 og mest 112 tonn.  Jóhanna Gísladóttir GK 250 tonn í þremur róðrum.  Kristín GK 250 tonn í þremur og  Hrafn GK 224 tonn í 4.   Sturla GK 219 tonn í þremur og  Valdimar GK 172 tonn í 4.  Auður Vésteins SU 126 tn í 19.  Báturinn fór á flakk norður en er kominn aftur og hefur verið að landa í Grindavík.  Sama má segja um Véstein GK sem er með 109 tn í 17 róðrum,  hann fór norður og er kominn aftur. Óli á Stað GK 108 tní 15.  Gísli Súrsson GK 88 tn í 14, báðir að landa í Grindavík og Sandgerði. Indriði Kristins BA frá Tálknafirði 74 tn. í 12 en hann hefur verið að landa í Sandgerði og í Grindavík.

Hafdís SU er með 36 tn. í sjö róðrum.  Hafdís SU er gerður út af Eskju ehf. á Eskifirði og eini báturinn sem Eskja á sem gerir út á bolfiskveiðar. Eskja er aðalega í útgerð á uppsjávarskipum og gerir út þrjú stór uppsjávarskip. Guðrún Þorkelsdóttir SU, Aðalstein Jónsson SU og Jón Kjartansson SU.  Um 1700 tonna kvóti er á Hafdísi SU og veiðir áhöfnin  hluta af þessum kvóta og allur aflinn af bátnum fer á fiskmarkað,  restin af kvótanum er leigður út og t.d voru 150 tonn leigð vestur á bát sem heitir Ásdís ÍS.  Sá bátur var eitt sinn gerður út frá Sandgerði og hét þar Örn GK. Guðbjörg GK er men 64 tn. í 9,  Dóri GK 56 tn. í 12 róðrum,  Sævík GK 99 tn. í 14,  Von GK 50 tn. í 13 og Steinun HF 45 tn. í 11.

Dragnótabátarnir hafa fiskað mjög vel. Siggi Bjarna GK er með 203 tn. í 14 róðrum og er næst aflahæstur dragnótabátanna á landinu þegar þetta er skrifað. Sigurfari GK er með 193 tn. í 14 róðrum,  Benni Sæm GK 181 tonn í 14 sömuleiðis og Aðalbjörg RE 107 tn. í 11 róðrum.

Grásleppubátarnir eru orðnir nokkrir og eru flestir þeirra á veiðum utan við Sandgerði. Tjúlla GK er með 17 tn. í 13 róðrum og þar af 14,3 tonn af grásleppu. Guðrún Petrína GK er með 16 tn. í 10 og þar af 10,6 tonn af grásleppu. Elli Jóns ÍS sem er nýr bátur var með 423 kíló í einni löndun. Addi afi GK er með 17,4 tonn í 13 róðrum og þar af 13 tonn af grásleppu. Bergvík GK 15 tn. í 9 og þar af 10 tonn af grásleppu. Guðrún GK 14,6 tn. í 14 og þar af 13 tonn af grásleppu. Svala Dís KE var svo að hefja veiðar og er búinn að landa 4 tonnum í 4 róðrum. Í Grindavík er Tryllir GK með 8,3 tonn í 8 róðrum og þar af 7,3 tonn af grásleppu. 

Og aðeins meira um loðnuna. Síðasti pistill fjallaði eins og þið kanski munið um fyrsta bátinn og fyrstu verksmiðjuna sem tók á móti loðnu. Reyndar var fyrirsögnin á pistlinum doldið ruglandi því þar stóð „upphaf veiða og vinnslu á loðnu í Sandgerði“.  Þessi fyrirsögn var ekki kominn frá mér heldur ristjórn Víkurfrétta. Frekar hefði þetta átt að vera „upphaf veiða og vinnslu loðnu á Íslandi“, því  Árni Magnússon GK var fyrsti báturinn á Íslandi til þess að veiða loðnu á Íslandi og verksmiðjan í Sandgerði var sú fyrsta á íslandi til þess að bræða loðnu.

En greinilegt er að lesendur þóttu pistilinn síðasti ansi forvitnilegur og áhugaverður því ég fékk þó nokkur viðbrögð við honum og er það mikið gleðiefni fyrir mig að lesendur hafi áhuga á svona aftur í tímann fróðleik eins og ég kem með annað slagið.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna