Keflvíkingar eru tilbúnir í baráttuna í kvöld

„Þær eru að hrista þessi veikindi af sér og verða allar tilbúnar í baráttuna í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari meistaraflokks Keflavíkur í körfubolta, en liðið mun mæta Snæfelli í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöll kl. 20 í kvöld.

Veikindi hafa hrjáð liðið síðustu daga og margir af leikmönnunum legið í flensu, en keppa allar með í kvöld. Þóranna Kika mun þó ekki leika í undanúrslitunum þar sem hún meiddist á hné í síðasta deildarleik liðsins og óvitað hversu alvarleg þau meiðsli séu.