Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sýndu klærnar
Dwayne Lautier-Ogunleye og Domynikas Milka voru atkvæðamestir hjá Njarðvík í kvöld. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 29. apríl 2024 kl. 22:06

Njarðvíkingar sýndu klærnar

Njarðvík mætti deildarmeisturum Vals í kvöld í fyrsta leik undanúrslita Subway-deildar karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar mættu klárir í leikinn og tóku forystu í einvíginu með sanngjörnum sigri, 84:105.

Valur - Njarðvík 84:105

(18:28 | 22:26 | 20:28 | 24:23)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti leikhluti var jafn framan af en Njarðvíkingar þó frekar við stýrið en heimamenn. Þegar tók að líða á leikhlutann fóru gestirnir að ná forystu sem var orðin tíu stig þegar fyrsta leikhluta lauk (18:28).

Forystan jókst svo jafnt og þétt og forskot Njarðvíkinga varð mest 25 stig.

Valsmenn náðu ekki að ógna sigri Njarðvíkinga sem leiða einvígið 1:0.

Stig Njarðvíkur: Dwayne Lautier-Ogunleye 24 stig, Domynikas Milka 19 stig, Mario Matasovic 17 stig, Chaz Williams 14 stig, Þorvaldur Orri Árnason 11 stig, Elías Pálsson 7 stig, Maciej Baginski 7 stig, Veigar Alexandersson 5 stig og Snjólfur Stefánsson 1 stig.