Þróttur Vogum Lengjubikarmeistarar B-deildar karla 2024
Þróttur varð Lengjubikarmeistari B-deildar karla í gær eftir góðan sigur á Haukum í úrslitaleik mótsins.
Þróttarar lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik (8' og 31') en Ásgeir Marteinsson lagaði stöðuna fyrir hálfleik (36').
Ásgeir var aftur á ferðinni á 52 mínútu og allt var jafnt fram á síðustu mínútu en þá tryggði Jóhannes Karl Bárðarson Þrótti titilinn með góðu skoti utan teigs Hauka og boltinn söng í netinu (90').
Lokatölur 3:2 fyrir Þrótti í flottum endurkomusigri.