Pket er magnaður leikmaður
Eigandi og ritstjóri Víkurfrétta, Páll Ketilsson, gerði drauma Petru Lindar Einarsdóttur, um að skella sér á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley 25. maí nk. að engu í dag. Hann vann baráttusigur, 9-8 og þar með er orðið ljóst hvaða fjórir getspekingar munu kljást í undanúrslitunum sem eru handan við hornið.
Palli var auðmjúkur þegar honum voru tilkynnt úrslitin en kappinn er staddur í París þessa helgina.
„Þetta var erfiður seðill og eitthvað um óvænt úrslit eins og alltaf. Það verður að spennandi að sjá hverjum ég fæ að mæta í næstu umferð,“ sagði auðmjúkur sigurvegarinn.
Því er ljóst að þessir munu mætast í undanúrslitum en þau verða leikin þegar næstsíðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram.
Grétar Ólafur Hjartarson (1) - Maggi Tóka (4)
Gunnar Már Gunnarsson (2) - Hámundur Örn Helgason (3)