Hlaðvarp // Ástrós Skúladóttir
Ástrós Skúladóttir er komin sjö mánuði á leið með sitt annað barn, nýbúin að verja doktorsritgerð í erfðafræði og hefur unnið í rúm tíu ár við rannsóknir á hreyfitruflunum og taugasjúkdómum. Hún er uppalin í Keflavík, dúxaði FS og vinnur í dag hjá Amgen deCODE Genetics, áður Íslenskri erfðagreiningu, þar sem hún leitar að lyfjatargetum og lífmerkjum sem gætu gjörbreytt greiningu og meðferð Parkinsons.





