Hlaðvarp // Ásgeir Hjálmarsson
Þegar 30 ára afmæli Byggðasafnsins á Garðskaga var fagnað nýlega var Ásgeir Magnús Hjálmarsson heiðraður fyrir áratugastarf við söfnun og varðveislu minja. Hann var meðal þeirra sem börðust fyrir því að byggðasafn yrði stofnað í Garði og veitti því forstöðu um árabil. Eftir að hann lét af störfum sem safnstjóri Byggðasafnsins á Garðskaga og fór á eftirlaun hefur hann byggt upp öflugt einkasafn í Bragganum í Garði þar sem líf og saga sjávarplássins lifir áfram á hverjum degi.





