Vilja fá afnot af Tjarnargötu 4

Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði óskaði eftir því að fá afnot af efri hæð Tjarnargötu 4 í Sandgerði og tók bæjarráð erindið fyrir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. Bæjarráð fól bæjarstjóra að gera drög að samningi um afnot af efri hæð Tjarnargötu 4 og leggja fyrir bæjarráð. Bæjarráð lagði einnig til við bæjarstjórn að húsið að Tjarnargötu 4 njóti umhverfisverndar í samræmi við húsakönnun og að húsið verði áfram í eigu bæjarins.