Fréttir

Við stólum á þig - selja umhverfisvæna heimilisruslapoka í Krossmóa
Pétur og Arnar Helgi Lárusson hafa kynnt verkefnið víða, m.a. á Bylgjunni.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 10:13

Við stólum á þig - selja umhverfisvæna heimilisruslapoka í Krossmóa

„Tilgangur söfnunarinnar er að safna fé til aðstoðar einstaklingum sem orðið hafa fyrir því að lamast eftir slys eða veikindi og þurfa að notast við hjólastól um ókomna framtíð. Á Íslandi eru u.þ.b. 7000 einstaklingar í hjólastól og meðaltal nærfjölskyldunnar eru 15 einstaklingar. Þetta eru um 105.000 einstaklingar, eða tæpur 1/3 þjóðarinnar,“ segir Pétur H. Hansen, framkvæmdastjóri söfnunarinnar „Við stólum á þig“ en hann og hans fólk verður í verslunarmiðstöðinni Krossmóa laugardaginn 16. mars þar s

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

em hann mun bjóða umhverfisvæna heimilisruslapoka til sölu.

Allur ágóði af sölunni rennur til einstaklinga sem notast við hjólastól og fá þeir styrki úr sjóðnum til að laga aðstöðu á heimilum sínum.

„Slæmt aðgengi snertir því um þriðjung þjóðarinnar. Fólk sem verður fyrir því áfalli að lamast eftir slys eða veikindi og þurfa að notast við hjólastól „situr“ frammi fyrir því að þurfa að kosta til miklum fjárhæðum við breytingar á heimili sínu. Það er ekki á allra færi.

Aðstoðin er í formi þess að veita styrki til breytinga á heimilum þeirra einstaklinga sem notast við hjólastól. Um er að ræða að breikka huðarop, fjarlægja þröskulda, setja pumpur á efri skápa í eldhúsi og í baðherbergi. Breyta baði og salernisaðstöðu og eftir atvikum laga aðgengi að húsinu. Tryggingabætur eru ekki ætlaðar til þess háttar verkefnis.

Til að geta fjármagnað verkefnið þá bjóðum við til kaups þrjár rúllur af stórum og sterkum heimilisruslapokum (3x20 stk) framleidda úr maíssterkju og trjákvoðu. Ruslapokinn getur borið allt að 3-4 kg. Pokinn eyðist upp í jaðrvegi á sextíu til níutíu dögum. Með í kaupbæti fylgir ein stór margnota innkaupataska. Við erum umhverfisvæn og þykir vænt um landið okkar,“ segir Pétur en meðal Suðurnesjamanna sem hafa komið að þessu verkefni er íþróttamaðurinn Arnar Helgi Lárusson.

Salan verður í Krossmóa kl. 12-16 á laugardag 16. Mars.