Umhverfisstofnun hyggst stöðva rekstur United Silicon

- Ýmis frávik hafa verið greind við eftirlit

Fyrirtækið United Silicon fékk sent bréf í gærkvöldi frá Umhverfisstofnun (UST). Bréfið er þess eðlis að Umhverfisstofnun hyggst stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar þann 10. september næstkomandi. Ástæða rekstrarstöðvunarinnar er að UST telur að það þurfi að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðjunni.

Ýmis frávik hafa verið greind þegar Umhverfisstofnun hefur verið við eftirlit í verksmiðjunni, bilanir hafa komið upp og hafa þær meðal annars verið þess eðlis að mikil lyktarmengun hefur fylgt þeim. Engin heimild fæst til ræsingar ef ekki verður bætt úr því sem þarf að bæta.

Rúv og Vísir fjalla um málið á sínum vefmiðlum.