Taldi gos úr Pepsídós vera snjó - gosdós frostsprakk með látum

Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hafði samband við lögreglustöð um helgina og kvað einhvern óprúttinn hafa opnað bifreið sonar síns og mokað snjó inn í hana.

Þegar lögreglumaður mætti á staðinn sá hann strax að málið var svolítið öðru vísi vaxið. Stór dós af Pepsí hafði nefnilega verið skilin eftir í bílnum og sprungið í frostinu með tilheyrandi hvítri froðu.