Fréttir

Stafnesbúar fá glaðning í fjöruna
Hvalurinn í fjörunni á Stafnesi. Ljósmynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir
Fimmtudagur 12. júlí 2012 kl. 14:47

Stafnesbúar fá glaðning í fjöruna

Íbúar á Stafnesi hafa fengið sendan glaðning úr hafinu. Þangað er rekinn sjálfdauður hvalur sem liggur nú og rotnar í fjörunni skammt frá höfninni þeirra í Starfneshverfinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, húsfreyja í Heiðarbæ á Stafnesi, tók mynd af hvalnum og setti á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga á Fésbókinni. Ekki fylgir sögunni af hvaða tegund hvalurinn er en sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar munu án efa taka sýni úr dýrinu.

Þá þarf væntanlega að fjarlægja það, því þessi óvænta sending mun fljótt fara að lykta illa þegar hitinn er eins hár og raun ber vitni en hitinn er nú nærri tveimur tugum í plús.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024