Fréttir

Níræður ökumaður ölvaður undir stýri
Föstudagur 17. ágúst 2012 kl. 17:11

Níræður ökumaður ölvaður undir stýri

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í umdæminuþar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri ölvaður.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í umdæminu í gær, þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri ölvaður. Lögreglumenn voru  við umferðareftirlit þegar sást til bílsins sem ekið var yfir á öfugan vegarhelming, þannig að bifreið sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að hægja á sér og víkja. Ökumaðurinn, tæplega níræður karlmaður,  reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024