Mjótt á munum í atkvæðagreiðslu nemenda um nýtt nafn

Atkvæði skiptust mjög jafnt milli nafnanna Heiðarbyggð og Suðurbyggð í síðari umferð atkvæðagreiðslu meðal nemenda í grunnskólunum í Garði og Sandgerði. Í fyrri umferð völdu nemendur Heiðarbyggð og Suðurbyggð til síðari umferðar, rétt eins og í almennu atkvæðagreiðslunni. 
 
Tillagan Heiðarbyggð fékk 42,7% atkvæða frá 164 nemendum, meðan tillagan Suðurbyggð fékk 41,15% atkvæða frá 158 nemendum. 
 
Alls vildu 62 nemendur hvorugt þessara nafna. Greidd atkvæði voru 384. Kosningaþátttak var því 81,5%, sem er mun betra en í fyrri umferðinni þegar 68,5% greiddu atkvæði. 
 
Síðari umferð almennrar atkvæðagreiðsla um nýtt nafn stendur yfir og lýkur henni kl. 23.59 á fimmtudagskvöld. Atkvæðagreiðslan fer fram á vefsíðunni sameining.silfra.is, segir í tilkynningu.