Menning barna á bókasafninu

-Barnabókakonfekt og barnakór

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á barnadagskrá föstudaginn 1. desember þar sem menning barna verður í hávegum höfð.

Að sögn Önnu Margrétar verkefnastjóra safnsins er barnamenningu oft skipt í þrjá flokka: menning fyrir börn, menning með börnum, menning sköpuð af börnum. "Það verða því allir flokkarnir í heiðri hafðir á safninu en dagskráin hefst með söng Barnakórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem börn fá að skapa og njóta og svo taka við tveir fremstu barnabókahöfundar Íslands sem munu lesa úr nýjustu bókum sínum. Þar geta bæði brn og vonandi öll fjölskyldan notið."

Gunnar Helgason og Kristín Ragna Gunnarsdóttir munu lesa úr bókum sínum Amma er best og Drekaaugun.

Dagskráin hefst á bókasafninu kl. 17:00 og er öllum bæjarbúum boðið á þennan skemmtilega viðburð.