Meirihlutinn féll í Reykjanesbæ

-kjörsókn í sögulegu lámarki, aðeins 57%

Meirihlutinn í Reykjanesbæ féll þegar framboðin þrjú, Samfylking, Bein leið og Frjálst afl misstu einn mann. Samfylking er sigurvegari kosninganna í Reykjanesbæ, fékk 20,5% og bætti við sig manni, fékk 3 en Frjálst afl og Bein leið töpuðu bæði einum manni.

Framsóknarflokkur sem var með einn bæjarfulltrúa bætti við sig 6% og einum manni og Miðflokkurinn sem bauð í fyrsta sinn í Reykjanesbæ fékk glimrandi kosningu eða 13% og einn mann inn.
Kjörsókn hefur aldrei verið minni eða 57,96% og greiddu 6.494 atkvæði. Á kjörskrá voru 11.400.

„Ég er ánægður með okkar hlut í Samfylkingunni en auðvitað er ég sorgmæddur yfir því að meirihlutinn hafi ekki haldið. Svo er þessi litla kjörsókn rannsóknaratriði,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar á kosningavöku flokksins í nótt.

Það var gleði á kosningavöku Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ.