Fréttir

Lögreglan leitar upplýsinga vegna innbrota í gagnaver
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 15:29

Lögreglan leitar upplýsinga vegna innbrota í gagnaver

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar innbrot og þjófnaði í gagnaverum í Reykjanesbæ í desember 2017 og janúar 2018 þar sem þjófarnir höfðu á brott með sér verðmætan tækjabúnað en ljóst er að töluverðan viðbúnað þarf til að starfrækja þennan tækjabúnað á ný. Eins og fram hefur komið er um að ræða þjófnað á um 600 tölvum.

Enn hefur lögreglunni ekki tekist að hafa uppi á þýfinu og óskar nú eftir aðstoð almennings og hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. Rétt er að taka fram að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu. Sérstaklega er leitað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sjá um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Upplýsingasími lögreglu er 444-2200 en einnig er hægt að koma upplýsingum til lögreglu á Messenger á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.