Fréttir

Kanna kaup á húsnæði fyrir dagvistun
Tímabundið húsnæði fyrir dagmömmur í Grindavík hefur verið til húsa á tjaldsvæði bæjarins.
Þriðjudagur 17. apríl 2018 kl. 12:33

Kanna kaup á húsnæði fyrir dagvistun

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl sl. að kanna kostnað við að byggja tvær deildir við leikskólann Krók, kostnað við viðbyggingu við Hópsskóla og felur bæjarstjóra að kanna með kaup á húsnæði undir dagvistun. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar mun sjá um kostaðaráætlun vegna framkvæmdanna, þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur.

Grindavíkurbær hefur auglýst eftir dagforeldrum á heimasíðu sinni en í auglýsingunni kemur meðal annars fram að óskað sé eftir tveimur dagforeldrum til að starfa saman að daggæslu barna í húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir dagmömmuplássi í Grindavík en Víkurfréttir ræddu við nokkra foreldra úr Grindavík í fyrra sem voru og eru orðnir langþreyttir á ástandinu og geta sumir þeirra ekki farið aftur út á vinnumarkaðinn fyrr en tveimur árum eða lengur eftir fæðingu barna sinna vegna þess að ekkert dagmömmupláss sé til staðar.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024