Fréttir

  • Kajakar hluti af útikennslu í Stóru-Vogaskóla
    Stóru Vogaskóli.
  • Kajakar hluti af útikennslu í Stóru-Vogaskóla
Föstudagur 17. apríl 2015 kl. 09:43

Kajakar hluti af útikennslu í Stóru-Vogaskóla

Að undaförnu hafa nokkrir kennarar við Stóru-Vogaskóla í Sveitarfélaginu Vogum staðið að undirbúningi fyrir kaupum á kajökum sem munu nýtast við útikennslu í skólanum. Um er að ræða eins og tveggja manna kajaka. Ásgeir Eiríksson, bæjarstóri í Vogum, vekur athygli á þessu í vikulegu fréttabréfi sínu.

Í samræmi við aukna áherslu á útikennslu í grunnskólum landsins kviknaði hugmynd há nokkrum kennurum í skólanum að nýta betur Vogavíkina og það sem hún hefur uppá að bjóða í útikennslu. Útikennsla hefur aukist mikið á undanförnum árum sem viðbót við hefðbundið nám. Þar gefst nemendum tækifæri á að kynnast náttúrunni, plöntu- og dýralífi, menningu, samfélagi og ómetanlegri upplifun. Auk þess er Stóru-Vogaskóli umhverfisvænn skóli (grænfánaskóli) og í takt við stefnu sveitarfélagsins í þeim málum.

Kaupin á kajökum og nauðsynlegum búnaði hafa verið fjármögnuð að hluta og verður á næstu dögum leitað til fyrirtækja í Vogunum eftir styrkjum til að fjármagna það sem uppá vantar, segir í fréttabréfi bæjarstjórans.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024