HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Fréttir

Íbúafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar í beinni
Frá fundinum í Stapa um tvöfalda Reykjanesbraut.
Fimmtudagur 23. mars 2017 kl. 19:45

Íbúafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar í beinni

- Fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vf.is

Íbúafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar verður haldinn í Stapa í kvöld, frá klukkan 20:00 til 22:00. Sýnt verður beint frá fundinum hér á vef Víkurfrétta. Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur verið baráttumál Suðurnesjamanna undanfarin ár enda er umferðarþungi um veginn mikill. Fundurinn er haldinn á vegum Reykjanesbæjar. Í tilkynningu á vef bæjarfélagsins kemur fram að bæjaryfirvöld og íbúar Reykjanesbæjar telji brýnt að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst. Umferðarþunginn sé gríðarlegur með tilheyrandi slysahættu sem bæjarbúar og aðrir notendur Reykjanesbrautar hafi miklar áhyggjur af. Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á stöðuna og gefa íbúum tækifæri til að leggja fram spurningar og tjá sig.
 
Meðal þeirra sem halda erindi á fundinum eru Jón Gunnarsson samgönguráðherra, fulltrúi frá Stopp-hópnum, sem berst fyrir auknu umferðaröryggi á Reykjanesbraut og formaður FÍB, sem ræðir öryggi á vegum landsins. Öllum þingmönnum Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum hefur verið boðið sérstaklega á fundinn.
 

 

Public deli
Public deli

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
 
Kl. 20:00: Ávarp frá fulltrúa bæjaryfirvalda og setning fundar. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar.

Kl. 20:10: Fundarstjóri tekur við fundarstjórn. Ólafur Helgi Kjartansson.

Kl. 20:15: Erindi frá Stopp hópnum (Stopp hingað og ekki lengra!), hópi sem berst fyrir auknu umferðaröryggi á Reykjanesbraut. Ísak Ernir Kristinsson.

Kl. 20:30: Yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar sem miða að auknu umferðaröryggi; hringtorg og breytt lega vega. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs.

Kl. 20:40: Öryggi á vegum, úttekt FÍB, félags íslenskra bifreiðaeigenda. Steinþór Jónsson formaður.

Kl. 20:45: Ávarp samgönguráðherra, Jóns Gunnarssonar.

Kl. 21:00: Framsögumenn setjast í pallborð og taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum úr sal.

Kl. 22:00: Dagskrárlok.