Fréttir

Hreyfivika í Grindavík hefst með hádegisskokki bæjarstjóra
Bæjarstjórinn skokkar af stað frá sundlauginni klukkan 12:00 og eru allir velkomnir með. Ljósmynd af vefnum grindavik.is
Mánudagur 23. maí 2016 kl. 10:35

Hreyfivika í Grindavík hefst með hádegisskokki bæjarstjóra

Hreyfivika hefst í Grindavík í dag. Fyrsti viðburðurinn verður hádegisskokk bæjarstjórans sem hefst klukkan 12:00 í dag við sundlaugina. 

Hreyfivikan er haldin í sveitarfélögum víða í Evrópu og er þetta í þriðja sinn sem Grindavíkurbær tekur þátt og kemur fram á vef bæjarins að undirtektirnar hafi verið vonum framar í ár. Tilgangurinn með vikunni er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku íþróttum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðal þess sem er á dagskrá hreyfivikunnar í Grindavík er hjólabrettakennsla, Zumba fitness fyrir unga sem aldna, útihlaup, hjólaferðir, golfnámskeið, stólaleikfimi, vatnsleikfimi og fleira.