Fréttir

Hagnaður HS Orku á fyrsta ársfjórðungi nær hálfur milljarður
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 06:00

Hagnaður HS Orku á fyrsta ársfjórðungi nær hálfur milljarður

Hagnaður HS Orku hf. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 465 milljónir, samanborið við 321 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur námu 1.863 milljónum en voru á sama tíma í fyrra 2.076 milljónir. Á vef HS Orku kemur fram að helsta skýringin á lækkun rekstrartekna sé lækkun álverðs og minni sala rafmagns til fiskimjölsverksmiðja vegna lakrar loðnuvertíðar.

Stjórn HS Orku hf. samþykkti árshlutareikning fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins á fundi sínum þann 11. maí síðastliðinn. Nánar má lesa um árshlutareikninginn á vef HS Orku hf. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024