Fréttir

Grunar að myglusveppur herji á Hæfingarstöðina
Þriðjudagur 26. ágúst 2014 kl. 10:01

Grunar að myglusveppur herji á Hæfingarstöðina

– mikilvægt að brugðist sé fljótt við og notendur og starfsmenn látnir njóta vafans

Grunur er um að myglusveppur herji á húsnæði Hæfingarstöðvarinnar að Hafnargötu 82 í Keflavík. Ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir síðasta sumar og haust til að útrýma honum, en svo virðist sem það hafi ekki tekist.  

Í ljósi eðlis starfsemi Hæfingarstöðvarinnar er mikilvægt að brugðist sé fljótt við og notendur og starfsmenn látnir njóta vafans. Málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar [FFR] í gær. Þar kom fram að framkvæmdastjóri FFR hafi þegar gert öllum sem málinu tengjast grein fyrir stöðunni.  

Fjölskyldu- og félagsmálaráð telur mikilvægt að strax verði settur á laggirnar starfshópur um lausn á húsnæðismálum Hæfingarstöðvarinnar.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024