Gæti tekið 15 ár að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður hugsanlega ekki lokið fyrr en árið 2033, samkvæmt samgögnuáætlun. Þetta eru fimmtán ár. Í dag eru áætlaðir 3,5 milljarðar króna í þá framkvæmd.
 
Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi mun ljúka á árunum 2022 til 2023. Það er framkvæmd upp á þrjá milljarða króna.