Fréttir

Fyrstu kaupendur flestir á Suðurnesjum
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 10:25

Fyrstu kaupendur flestir á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum voru gerðir 285 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á fjórða ársfjórðungi 2018. Af þessum samningum voru 83 vegna fyrstu kaupa á faseign. Það gera 29% samninga. Þetta er hæsta hlutfall fyrstu kaupenda yfir allt landið.
 
Næst flestir samningar fyrstu kaupenda voru á Austurlandi eða 27% en fæstir á Vestfjörðum, 17%.
 
Frá október 2015 hefur Þjóðskrá Íslands birt upplýsingar um fjölda þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Taldir eru þinglýstir kaupsamningar og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024