Fréttir

Fundu kannabisræktun, landa og fíkniefni
Mánudagur 20. maí 2019 kl. 10:20

Fundu kannabisræktun, landa og fíkniefni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði. Um var að ræða rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Húsráðandi viðurkenndi bæði ræktunina og bruggunina og afsalaði sér plöntum, landa svo og búnaði, sem hann hafði notað við framleiðsluna, til eyðingar.
 
Auk þessa fann lögregla umtalsvert magn af fíkniefnum í húsleit sem farið var í, að fenginni heimild, í öðru, ótengdu máli. Var fíkniefni að finna víðs vegar í íbúðarhúsnæði í umdæminu og var um að ræða meintar e – töflur, kannabisefni og amfetamín. Húsráðandi var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð.
 
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Public deli
Public deli