Fjarlægja útistofu við Leikskólann Laut

Á fundi Bæjarráðs Grindavíkur þann 24. júlí kemur fram að fjarlægja eigi útistofu sem sett var við Leikskólann Laut vegna plássleysis. Yngstu nemendur leikskólans voru í útistofunni en upp komu rakaskemmdir sem ollu því að ekki var hægt að vera með starfsemi lengur í skúrnum.

„Á 1484. fundi bæjarráðs var samþykkt að efna til fundar með starfsmönnum Lautar og foreldraráði um stöðu húsnæðismála skólans og var sá fundur haldinn í bæjarstjórnarsalnum kl. 16:00 í dag. Hluti fundarmanna kom einnig inn á bæjarráðsfundinn við umræður undir þessum dagskrárlið, “segir í fundargerð.

Þá tekur bæjarráð undir hugmyndir starfsmanna og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna áfram með þá hugmynd í samráði við sjórnendur Lautar. 

Fjarlægja á þennan skúr af lóð leikskólans