Fréttir

Fauk á hliðina í slippnum
Miðvikudagur 4. mars 2015 kl. 15:46

Fauk á hliðina í slippnum

– stormur í Reykjanesbæ

Vonin KE 10 fauk á hliðina í slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú áðan. Eins og flestum ætti að vera ljóst er verulega slæmt veður á Suðurnesjum núna og stormur.

Í snarpri vindkviðu lagðist Vonin á hliðina. Bátur sem stendur við hliðina mun einnig standa tæpt og bíða menn þar til vind lægir til að huga frekar að bátunum.

Vonin KE er þjónustubátur fyrir köfunarverkefni og var í slippnum til viðhalds.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á vettvangi nú áðan.





Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024