Fréttir

Danskir varðskipsmenn komnir í skjól á Faxaflóa
Áhöfn danska strandgæsluskipsins HDMS Lauge Koch er komin í skjól á Faxaflóa en skipið hefur í allan dag verið skammt undan Vatnsleysuströndinni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 19. febrúar 2018 kl. 16:24

Danskir varðskipsmenn komnir í skjól á Faxaflóa

Spár gera ráð fyrir að kröpp lægð fari mjög hratt til norðurs og síðan norðvesturs rétt fyrir vestan land á miðvikudag. Búast má við stormi um allt land og sums staðar roki (>25m/s) og jafnvel ofsaveðri. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands sem hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið.
 
Þar sem lægðin fer fyrir vestan landið verða áhrif hennar einnig slæm við Grænlandsstrendur. Áhöfn danska strandgæsluskipsins HDMS Lauge Koch er komin í skjól á Faxaflóa en skipið hefur í allan dag verið skammt undan Vatnsleysuströndinni.
 
Í veðrinu á miðvikudag verður rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og mikil rigning suðaustanlands en úrkomulítið norðaustanlands. Það má því búast við að samgöngur milli landshluta truflist. 
 
Spár gera ráð fyrir að um snarpan hvell sé að ræða og stendur versta veðrið yfir í 4-5 klukkustundir á hverjum stað. Óvissa er með tímasetningu veðursins en spáð er að hraðinn á lægðarmiðjunni verði um 80 km á klukkustund! Viðvaranir verða yfirfarnar þegar nýjar spár berast, segir á vef Veðurstofu Íslands.
 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024