Fréttir

Byggja enn frekar undir þjónustu við aldraða
Þriðjudagur 16. desember 2014 kl. 10:13

Byggja enn frekar undir þjónustu við aldraða

– Eitt stærsta samfélagsverkefnið framundan á Suðurnesjum

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fagnar stofnun Öldungaráðs Suðurnesja og óskar því velfarnaðar í störfum sínum. Eitt stærsta samfélagsverkefnið sem framundan er á Suðurnesjum er að byggja enn frekar undir þjónustu við aldraða þannig að þessi aldurshópur í nútíð og framtíð geti búið við þá þjónustu sem viðunandi er.

Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar á málefnum Öldrunarráðs Suðurnesja. Á fundinum var tillaga bæjarráðs um skipan Fríðu Stefánsdóttur og Magnúsar Magnússonar sem aðalmanna fyrir hönd Sandgerðisbæjar í Öldungaráð Suðurnesja og Hólmfríðar Skarphéðinsdóttur sem varamanns er samþykkt samhljóða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024