Brotist inn í húsnæði Björgunarsveitarinnar Sigurvonar

Brotist var inn í húsnæði Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði í morgun, samkvæmt Facebook síðu Björgunarsveitarinnar. Miklar skemmdir urðu á húsnæði sveitarinnar og voru þar á meðal tvær rúður brotnar. Verið er að fara yfir flugeldalagerinn og búnað sveitarinnar til að kanna hvort einhverju hafi verið stolið. Björgunarsveitin óskar eftir því að þeir sem búi yfir upplýsingum um mannaferðir eða annað hafi samband við lögregluna.