JS Campers
JS Campers

Fréttir

Áskoranir og tækifæri morgundagsins
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í ræðustól á ráðstefnunni.
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 06:00

Áskoranir og tækifæri morgundagsins

- menntamálaráðherra gestur á skólaráðstefnu í Reykjanesbæ

Brotthvarf úr skólum var meðal efnis sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ræddi á haustráðstefnu grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði sem fram fór í Hljómahöllinni í vikunni en hún var sérstakur gestur ráðstefnunnar. Áskoranir og tækifæri morgundagsins var aðaláhersluefni hátíðarinnar.

Margt var á dagskrá en sem dæmi má nefna Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur með jafnréttisfræðslu, KrakkaRúv, Kristínu R. Vilhjálmsdóttur með fyrirlesturinn Fljúgandi Teppi og Önnu Steinsen með fyrirlesturinn Þú hefur áhrif ásamt mörgu öðru.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var með fræðandi ávarp þar sem hún talaði um menntastefnu fram til ársins 2030. Þá vill hún leggja áherslu á læsi, menntun grunnskólakennara, betra flæði á milli skólastiga og leggur hún áherslu á brotthvörf úr skólum en allt of margir á Íslandi hætta í skóla, og eru brotthvörf drengja mikið algengari. Lilja nefnir líka tæknina sem getur gagnast ungu fólki mikið í námi þó svo að hún geti líka truflað mikið og vill hún vinna úr því vandamáli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Margt fólk úr skólageiranum á Suðurnesjum sótti ráðstefnuna í Hljómahöll.