Langbest
Langbest

Viðskipti

Heiðar Róbert og Aldís Ólöf rekstrarstjórar hjá Samkaupum
Heiðar Róbert Birnuson, rekstarstjóri Nettó, Aldís Ólöf Júlíusdóttir rekstarstjóri Kjörbúðarinnar og Haukur Benediktsson, rekstrarstjóri Krambúðarinnar.
Mánudagur 20. júní 2022 kl. 13:16

Heiðar Róbert og Aldís Ólöf rekstrarstjórar hjá Samkaupum

amkaup gerir breytingar í teymi rekstrarstjóra fyrirtækisins. Rík áhersla er lögð á þróun í starfi og menntun starfsfólks sem skilar sér í löngum starfsaldri innan fyrirtækisins.

Heiðar Róbert Birnuson tekur við nýju hlutverki innan rekstrarstjórateymis Samkaupa og Aldís Ólöf Júlíusdóttir kemur ný inn í hóp rekstrarstjóra. Þau hafa þegar tekið til starfa enda bæði starfsmenn Samkaupa til fjölda ára. Heiðar Róbert sem rekstrarstjóri allra 17 verslana Nettó auk netverslunar og Aldís Ólöf sem rekstrarstjóri Kjörbúðanna, sem eru 16 talsins.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Heiðar Róbert hefur starfað hjá Samkaupum undanfarin sextán ár og gegnt stöðu rekstrarstjóra Kjörbúðanna frá árinu 2018. Áður var hann verslunarstjóri verslana Nettó Krossmóa, Nettó Egilsstöðum og Krambúðarinnar Borgarbraut. Meðfram stöðu rekstrarstjóra Nettó stundar Heiðar nám í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu við Háskólann á Bifröst.

Aldís Ólöf Júlíusdóttir hefur starfað hjá Samkaupum undanfarin 6 ár. Frá árinu 2020 hefur hún gegnt stöðu verslunarstjóra Kjörbúðarinnar í Sandgerði en áður var hún verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Siglufirði. Aldís Ólöf stundar einnig nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst líkt og Heiðar Róbert.

„Rekstrarstjórar verslana Samkaupa mynda öflugt teymi, þar sem fólk hefur fengið tækifæri til að blómstra í sínum störfum í takt við menntun og reynslu innan fyrirtækisins eins og sést á ferli Heiðars og Aldísar. Það er gaman að segja frá því að samanlagður starfsaldur allra rekstrarstjóranna þriggja eru 42 ár, en Haukur Benediktsson rekstrarstjóri Krambúðarinnar býr yfir 20 ára reynslu hjá fyrirtækinu. Þessi öflugi hópur leiðir áfram verslanir Samkaupa og spilar lykilhlutverk í því góða gengi sem við höfum mátt fagna,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðs Samkaupa.

Samkaup hlutu Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en þau eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Þá hlutu Samkaup Menntasprota atvinnulífsins 2020.

Samkaup rekur yfir 66 verslanir um land allt undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland.