Bernhard á Reykjanesbæjarnótum!

Markmiðið með auglýsingalukkupottinum er að verðlauna fyrirtæki sem nota nafn bæjarins í tengslum við hvers konar auglýsingar og stuðla þannig að markaðssetningu hans um land allt.
Bernhard hefur ávallt notað nafn Reykjanesbæjar í sinni markaðssetningu og nýtti hann verðlaunaféð sem var 100 þúsund krónur til þess að setja upp skilti við Reykjanesbrautina þar sem þess er getið sérstaklega að fyrirtækið sé í Reykjanesbæ.
Auglýst var eftir umsóknum í auglýsingalukkupottinn og dregið úr innsendum auglýsingum fyrirtækja og stofnana og er gert ráð fyrir að verkefnið verði endurtekið að ári.