Tónlistarskóli RNB tónleikar
Tónlistarskóli RNB tónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Heiðarleg og kurteis
Sunnudagur 9. mars 2025 kl. 06:27

Ungmenni vikunnar: Heiðarleg og kurteis

UNGMENNI VIKUNNAR
Nafn: Rósa Kristín Jónsdóttir
Aldur: 13 ára
Bekkur og skóli: 8. bekkur Njarðvíkurskóli
Áhugamál: Körfubolti

Hvað er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði, Torfi kennari er meistari.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Emma því hún gæti orðið góð leikkona.

VF Krossmói
VF Krossmói

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar allur árgangurinn tók Reykjavíkurdætur á árshátíðinni.

Hver er fyndnastur í skólanum? Bríet, ég og hún erum alltaf eitthvað að djóka saman.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? 30 for 30 með sza og Kendrick Lamar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Megamind.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat, neyðarblys og vatnsflösku. Þetta er allt til þess að ég bjargist.

Hver er þinn helsti kostur? Ég hjálpa oft þeim sem eru leiðir.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleportation, því þá gæti ég farið hvert sem er.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera heiðarleg.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að komast í góðan framhaldskóla og læra sálfræði.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi körfu og er búinn að æfa í átta ár.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Kurteis því ég er alltaf mjög kurteis við alla, meira að segja þá sem ég þekki ekki.