Public deli
Public deli

Mannlíf

Labbaði frá Keflavík til Hafnarfjarðar
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 14:20

Labbaði frá Keflavík til Hafnarfjarðar

Nói Gunnarsson

Það sem stendur helst upp úr árið 2022 hjá Nóa Gunnarssyni er þegar hann gekk frá Keflavík til Hafnarfjarðar með Bennsa vini sínum en gangan tók um tólf tíma. Nói telur sig vera jólabarn og finnst skemmtilegast að horfa á jólamyndir, borða piparkökur og drekka jólaöl um hátíðarnar. 

Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022?

Að ég labbaði frá Keflavík til Hafnarfjarðar með Bennsa vini mínum, við tókum tæpa tólf tíma í þetta. Að ógleymdri Evrópuferð með móður minni þar sem við keyrðum um allt í heilan mánuð, það var magnað.

Ert þú mikið jólabarn?

Já ég tel mig að vera jólabarn þar sem ég hlakka alltaf til er styttist til jóla. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?

Jólastund með fjölskyldunni, jólaboðin öll eru yndisleg og fegurðin frá jólaskreytingunum og ljósadýrðin er svo gefandi.

Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Minnistæðasta er að baka með ömmu Fríðu sem mér þykir afskaplega vænt um. 

En skemmtilegar jólahefðir?

Að horfa á jólamyndir með Má bróður mínum, borða fullt af piparkökum og drekka jólaöl sem er ómissandi.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Eftirminnilegasta jólagjöfin sem ég man eftir er dróninn sem mér tókst aldrei að koma á flug  sama hvað ég reyndi. Massey Ferguson traktor er ein besta jólagjöfin sem ég hef fengið, ég var fimm ára gamall og bjó út í Luxemburg. Traktor sem ég gat keyrt á út um allt!

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?

Cool föt og góðir skór eru efst á óskalista mínum. 

Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?

Við fjölskyldan höfum undanfarin ár verið með Wellington steik frá Soho sem er algjört lostæti, mæli með henni.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Eitthvað er um útskriftir sem ég mun mæta í og hefðbundin jólaboð, svo ætla ég að nýta jólafríið á milli þess í að borða piparkökur og horfa á jólamyndir. Ég ætla ég að mæta í Sporthúsið og hlaða byssurnar og tek nýju ári fagnandi með bros á vör, gleðileg jól!