Karlakórinn
Karlakórinn

Mannlíf

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2023 verðlaunuð
Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Einholt 7 í Garði.
Sunnudagur 31. desember 2023 kl. 08:14

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2023 verðlaunuð

Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ þann 21. desember þegar fulltrúar ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar, þau Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Arnar Geir Ásgeirsson, heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viðurkenningar í ár.

Íbúar Suðurnesjabæjar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér og lífga upp á skammdegið með ljósum.

Val á ljósa- og jólahúsum var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs líkt og undanfarin ár og fá eigendur og íbúar húsanna gjafabréf frá HS veitum við tilefnið sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Holtsgata 39 í Sandgerði og Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Einholt 7 í Garði.

Sérstakar viðurkenningar fengu íbúar við Lækjarmót 18 í Sandgerði og Gauksstaðaveg 2 í Garði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við tilefnið en sjón er sögu ríkari og eru íbúar bæjarins hvattir til þess að fara í gönguferðir og skoða jólaljósin.

Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2023 er Holtsgata 39 í Sandgerði.
Lækjarmót 18 í Sandgerði.
Gauksstaðavegur 2 í Garði.