Karlakórinn
Karlakórinn

Mannlíf

Fyrsta sagnastundin á nýju ári haldin á laugardag á Garðskaga
Meginþungi er á Sviða­slysið, þegar togarinn Sviði frá Hafnarfirði fórst á Breiðafirði 2. desember 1941.
Miðvikudagur 24. janúar 2024 kl. 14:10

Fyrsta sagnastundin á nýju ári haldin á laugardag á Garðskaga

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 27. janúar klukkan 15:00. Fyrsta sagna­stund ársins fjallar um sjósókn á stríðsárunum og þær hömlur sem voru á fjarskiptum og veðurfregnum. Meginþungi er á Sviða­slysið, þegar togarinn Sviði frá Hafnarfirði fórst á Breiðafirði 2. desember 1941. Egill Þórðarson, fyrrum loftskeytamaður á togurum og hjá Gæslunni, segir frá.

Styrjöld, heimur á heljarþröm. Skipin, sigling og mikið lagt á lítil skip. Veður, samspil vinds, öldu, straums og botnlags. Leitir og brak, viðbragðstími og ólíkar aðstæður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Egill var með í að setja upp sýningu í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 2022 um Sviðaslysið. Egill mun sýna nákvæmt ítarefni frá sýningunni.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.