Karlakórinn
Karlakórinn

Mannlíf

Árlegir nýárstónleikar Alexöndru í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Laugardagur 30. desember 2023 kl. 06:00

Árlegir nýárstónleikar Alexöndru í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Árlegir nýárstónleikar Alexöndru Chernyshovu, sópransöngkonu frá Úkraínu sem hefur verið búsett hér á Íslandi í tuttugu ár, verða haldnir í Ytri- Njarðvíkurkirkju 1. janúar kl. 20:00. Þetta er sjötta árið sem Alexandra heldur nýárstónleika en allir hafa tónleikarnir verið með ákveðnu þema og blæ, að þessu sinni er það Grindavík og Grindvíkingar.

Frítt verður inn á tónleikana og allir eru velkomnir en það þarf að panta miða með því að senda tölvupóst fyrir 1. janúar á netfangið [email protected] Grindvíkingum er sérstaklega boðið á tónleikana.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það er ofboðslega gaman að byrja fyrsta dag nýs árs með fallegum söng og fjölbreyttri tónlist á nýárstónleikum og því vil ég gera þessa tónleika aftur og aftur, vonandi hefur mér tekist að búa til hefð hér í Reykjanesbæ.”

Tónleikarnir fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju einsog undanfarin ár. „Ytri-Njarðvíkurkirkja er með ofboðslega fallegan og fagran hljóm, svo hún varð fyrir valinu fyrir tónleikana að þessu sinni. Einn af bestu píanóleikurum landsins, Kjartan Valdimarsson spilar á píanó á tónleikunum og gestur verður fjölhæfur tónlistarmaður frá Grindavík, Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. „Ég kynntist Sibba &, eins og hann kallar sig, í fyrra þegar hann vildi fá mig til að syngja lag sem hann samdi. Það kom ekki neitt út úr því en við höfum haldið sambandi og ætlum okkur að gefa út nýtt lag saman. Hann átti hugmyndina að því, vill gera lag í anda Barcelona sem Freddy Mercury gerði með Montserrat Caballé og við ætlum einmitt að flytja það á þessum tónleikum. Þá mun söngnemendi minn úr Söngskóla Alexöndru, Elma Rún Heiðudóttir, syngja eitt lag en hún er mjög efnileg stúlka sem ég er viss um að muni ná langt og svo verður leynigestur líka. Annað á efnisskránni er svo óperuperlur úr þekktum óperum og frumsömdum óperum sem ég flutti með Kjartani í Hannesarholti í október 2023 í tilefni þess að tuttugu ár voru síðan ég flutti til Íslands. Mér þykir mjög vænt um Ísland, sérstaklega um bæinn minn, Reykjanesbæ, sem heldur einmitt upp á 30 ára afmæli sitt árið 2024. Ég ákvað að hafa frítt inn tónleikana í ár og vona að sem flestir mæti, ég hlakka mikið til,“ Alexandra að lokum.