Íþróttir

Víðir og Þróttur í efri hlutanum
Suðurnesjaliðin Víðir og Þróttur í Vogum sigla lygnan sjó í 2. deildinni.
Mánudagur 2. september 2019 kl. 07:43

Víðir og Þróttur í efri hlutanum

Veik von Víðis um að fara upp lif­ir enn eft­ir 4:0-sig­ur á Fjarðabyggð á heima­velli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Gamla kemp­an Hólm­ar Örn Rún­ars­son, þjálfari liðsins, skoraði tvö mörk fyr­ir Víði og Helgi Þór Jóns­son og Atli Freyr Ottesen Páls­son skoruðu einnig. 

Þá gerðu ÍR og Þrótt­ur Vog­um 1:1 jafn­tefli í Breiðholt­inu. Al­ex­and­er Kost­ic kom ÍR yfir strax á 2. mín­útu en liðsfé­lagi hans, Stefn­ir Stef­áns­son, fékk beint rautt spjald á 45. mín­útu. Þrótt­ar­ar nýttu sér liðsmun­inn og Al­ex­and­er Helga­son jafnaði á 57. mín­útu og þar við sat. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024