Íþróttir

Úlfur Blandon þættir með Voga-Þrótt
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 14:56

Úlfur Blandon þættir með Voga-Þrótt

Úlfur Blandon þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun en hann mun hætta með liðið að loknu tímabilinu í 2. deild. Ástæða þess er að Úlfur mun leggja stund á MBA nám við Háskólann í Reykjavík í vetur.

Úlfur tók við þjálfun Þróttar Vogum haustið 2017 og hefur stýrt félaginu síðustu tvö tímabil í 2. deild með góðum árangri. Í fyrra hafnaði liðið í sjötta sæti, en um var að ræða besta árangur í sögu félagsins. Þróttarar eru í fimmta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir í 2. deildinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024