Íþróttir

Þróttarar þurftu að sigra með sjö mörkum
Úr leik Þróttar og Kórdrengja á síðustu leiktíð. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 08:38

Þróttarar þurftu að sigra með sjö mörkum

Þróttarar léku gegn Vestra í síðasta leik riðils eitt í B-deild Fótbolta.net-mótsins í knattspyrnu í gær. Fyrir leik var ljóst að þeir þyrftu að stórsigri að halda til að vinna riðilinn, sjö marka sigur var það sem þurfti – og sjö marka sigur varð niðurstaðan.

Á 18. mínútu, í stöðunni 0:0, fengu Vestramenn vítaspyrnu en brenndu af. Við það vaknaði Þróttarvélin og nokkrum mínútum síðar skoraði Siggi Bond (25. mín.) til að koma þeim yfir. Viktor Segatta tvöfaldaði forystuna (37. mín.) og skömmu fyrir leikhlé bætti Unnar Ari við þriðja markinu (44. mín.).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í seinni hálfleik skoruðu þeir Eyjólfur Arason (57. mín.), Guðmundur Jónsson (84. mín.), Raggi Gunn (89. mín.) og Kristján Ólafsson skoraði síðasta markið á fimmtu mínútu uppbótartíma.